VeislurÁ meðan á sóttvarnartakmörkunum stendur vegna Covid-19 eru veislusalir Café Atlanta ekki opnir fyrir einkasamkvæmi og veislur.

Staðurinn er opinn fyrir hlaðborð á virkum dögum frá kl 9-15.Veitingasalur Café Atlanta – Rúmgóður salur með frábæri aðstöðu

Veitingaslur Café Atlanta býður til leigu nýjan og glæsilegan veislusal. Hann er staðsettur í Hlíðasmára 3, skammt frá Smáralindinni. Úrvalslið matreiðslu- og framreiðslumanna okkar sjá um að gera veisluna þína ógleymanlega.

Salurinn býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika, en hann er tilvalinn til hvers kyns veisluhalda. Í salnum er fullkomið hljóðkerfi, 3 sjónvörp sem hægt er að setja sýna af DVD eða beinar útsendingar sem og stór skjávarpi. Í salnum er bar. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið og er aðgengi af jarðhæð.

Salurinn rúmar allt að 130 gesti til borðs og allt að 240 gesti í kokteilboð og standandi veislur. Salurinn hentar mjög vel fyrir erfidrykkjur. Af fenginni reynslu er salurinn ekki fáanlegur fyrir afmæli undir 40 ára, endurfundi, útskriftarveislur, til nemendafélaga eða hvers kyns partý.

Ekki er tekið á móti smærri hópum í veislur en 60 manns.

Starfsfólk Café Atlanta hefur mikla reynslu í umsjón með veislum. Hafið samband og við gerum tilboð.

Upplýsingar og pantanir í síma 458 4045.


Hugmyndir að hópmatseðli

 

Seðill 1 – Lambið með meiru

 • Grafinn- og reyktur lax með sinnepssósu og piparrótarrjóma
 • Léttsteikt lambafilé með rótargrænmeti og hasselbak kartöflu
 • Regnbogaís með kókosrjóma og ferskum berjum

 

Seðill 2 – Nautið með enn meiru

 • Villisveppasúpa með nýbökuðu brauði
 • Steiktur nautahryggur með rauðvínssósu
 • Crem brulé

 

Seðill 3 – Fljúgandi kalkúnn

 • Koníaksbætt humarsúpa með safranrjóma
 • Hunangsgljáð kalkúnabringa með kartöfluköku
 • Marinerað ávaxtasalat með amarettokremi

 

Seðill 4 – Rétta Svínið

 • Innbakaður saltfiskur með camenbert
 • Fyllt grísalund, borin fram með kartöflugratíni
 • Súkkulaðifromage

 

Seðill 5 – Klassíska lambainnanlærið

 • Heitreyktur lax með tartarsósu
 • Dijonhjúpaður lamba innanlærisvöðvi með sellerírótarmús
 • Skyrterta með hindberjum
 

Seðill 6 – Klassíska lambalærið

 • Heitreyktur lax með tartarsósu
 • Klassískt lambalæri


Staðfestingargjald

Staðfestingargjald á sal er kr 50.000 sem greiðist við pöntun og er það óafturkræft. Greiðsla gengur upp í reikning við uppgjör.  Salurinn er eingöngu leigður með veitingum frá okkur:

Undantekning frá þessu er að við leyfum viðskiptavinum sem þess kjósa að skaffa sjálfir matarvín með matarveislum en þá er tekið sérstakt þjónustugjald/tappagjald á hverja 700 ml. flösku. Leigan á salnum og þjónustunni er innifalin í matarverði.

Erfidrykkjur

Innifalið í verði veislusalar okkar fyrir Erfidrykkjur:

Kaffi, té, og gos, , kerti, hvítir dúkar á borðum, þjónustufólk, umsjónarmaður, þrif og frágangur. Veislusalurinn tekur frá 50-160 manns í sæti. Ef ef um standandi boð er að ræða komast 240 manns. Greið aðkoma fyrir fatlaða. börn 0-6 ára frá frítt og börn 7-12 ára fá 50% afslátt.

Fermingarveislur

Innifalið í verði veislusalar okkar fyrir Fermingarveislur:

Kaffi, te, kerti, hvítir dúkar á borðum, þjónustufólk, umsjónarmaður, þrif og frágangur. Veislusalurinn tekur frá 50-160 manns í sæti. Ef ef um standandi boð er að ræða komast 240 manns. Greið aðkoma er fyrir fatlaða. börn 0-6 ára frá frítt og börn 7-12 ára fá 50% afslátt. Salurinn er leigður annarsvegar frá 13-17 og hinsvegar frá 18-22, með öllum veitingum og þjónusta frá okkur, nema höfum leyft fólki að koma með kransatertur ef þær koma frá bakaríi.  Gos er selt á vægu verð, en kaffi er innifalið í verði kaffihlaðborða.

Greiðslufyrirkomulag

Tveim dögum fyrir veislu skal gefa upp fjölda gesta. Reikningur er gerður samkvæmt því og greiðslufyrirkomulag ákveðið.


Veislusalurinn er oftast nær einsetinn yfir daginn nema í fermingarveislum en þá tvísetjum við  yfir daginn, frá kl 13 - 17  og 18 - 22.Samfélagsmiðlar